Þingflokksformenn komu sér saman um þinglok á Alþingi í gærkvöldi en í samkomulaginu felst að fjármálaætlun fyrir árin 2024 til 2028 verður afgreidd ásamt tugum annarra mála fyrir þinglok. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður þingi frestað á föstudag en Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að ásamt fjármálaáætlun var samið um breytingar á virðisaukaskatt, hækkun á greiðslu almannatrygginga og frumvarpi sem hamlar að laun kjörinna fulltrúa og embættismanna hækki ekki meira en 2,5 prósent.

Frumvarp heilbrigðisráðherra um valkvæða hækkun hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna hjá hinu opinbera verður einnig tekið fyrir ásamt fjölmiðlafrumvarpinu.

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og þingsályktunartillaga forsætisráðherra um aðgerðaráætlun gegn hatursorðaræðu er frestað fram á haust.