Aðalfundi Straums, sem átti að halda 3. apríl næstkomandi, hefur verið frestað til 15. apríl.

Talsmaður Straums segir að það sé vegna þess að fyrrnefnda dagsetningin hafi ekki hentað öllum stjórnendum og stjórnarmönnum félagsins. Hann segir aðspurður að bankinn tjái sig ekki um getgátur þess efnis að fundinum hafi verið frestað vegna þess að til standi að sameina hann Landsbanka Íslands.

Talsmenn Samson, sem á ráðandi hlut í báðum bönkum, vilja ekki heldur tjá sig um fyrrnefndan orðróm.