Hollenski bankinn ABN Amro hefur ákveðið að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum að virði þrír milljarðar, samkvæmt heimildum frá markaðsaðilum.

Bréfin eru gefin út á pari, eða yfir nafnvirði á 100,90, og bera 14% vexti. Gjalddagi er 11. janúar á næsta ári.

Sérfræðingar benda á að hátt vaxtastig á Íslandi ? stýrivextir eru 14,25% ? stuðli að útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Útgáfan stuðlar einnig að styrkingu krónunnar.