Íslenski þekkingardagurinn, ráðstefna og verðlaunaafhending, var haldin í dag, segir í fréttatilkynningu. Þetta er í sjötta skiptið sem dagurinn er haldinn og þemað var stefnumótun.

Actavis Group hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, var valinn viðskiptafræðingur ársins.

Avion Group og Bakkavör Group voru einnig tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna.

Aðalerindi ráðstefnunnar var flutt af Morten Lund, frumkvöðuli og fjárfesti á sviði upplýsingatækninnar. Yfirskriftin á erindinu hans var ?Identifying online opportunities".

Viðskiptablaðið er einn styrktaraðila Íslenska þekkingardagsins.