Á morgun verður haldinn hluthafafundur hjá Actavis þar sem fyrir liggur heimild stjórnar til að fá að gefa út breytirétt í hlutafé félagsins ásamt því að fá heimild til að gefa út nýtt hlutafé án forkaupsréttar núverandi hluthafa, segir greiningardeild Glitnis.

?Breytirétturinn er útgáfa á lánasamningi allt að 525 milljónum evra (49 milljarðar) sem bera vaxtakjör allt að 15% ofan á EURIBOR eða LIBOR. Lánið mun verða uppgreiðanlegt hvenær sem er á lánstímanum ásamt því að handhafar breytiréttarins eiga möguleika á því að breyta kröfunni í hlutafé í A-flokki hvenær sem er á lánstímanum. Heimildin um útgáfu breytiréttar gildir til 31. desember 2006," segir greiningardeildin.

Að auki hyggst stjórn Actavis fá heimild til að gefa út hlutfé í A-flokki um allt að 300 milljónir króna en núverandi hluthafar munu ekki njóta forkaupsréttar.

"Hlutafjáraukningin er vegna fjármögnunar fyrirhuguðum kaupum á hlutabréfum í Pliva. Heimildin gildir til 31 desember 2006. Fjárfestar hafa nú beðið með eftirvæntingu eftir fréttum af hugsanlegum kaupum Actavis á Pliva," segir greiningardeildin. ?Í byrjun júlí sendi Actavis frá sér viljayfirlýsingu um að gera bindandi yfirtökutilboð í allt hlutafé Pliva."