Actavis á í yfirtökuviðræðum við fyrirtæki í Rússlandi og mögulegt er að  kaup verði tilkynnt í næstu viku, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar.

Halldór Kristmannsson, talsmaður Actavis, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að fyrirtækið myndi klára tvær yfirtökur fyrir áramót, en neitaði að tjá sig frekar um málið.

Actavis beið í lægri hlut fyrir bandaríska fyrirtækinu Barr í barráttunni um króatíska lyfjafyrirækið Pliva, sem selt var á tæplega 180 milljarða króna. Halldór segir þau fyrirtæki sem Actavis hefur átt í viðræðum við mun minni en Pliva.