Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór fyrst að hugsa um það að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí en síðar sama dag tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, um framboð sitt til forseta Íslands. Þettta kemur fram á visir.is.

Sagði hann að könnunin hefði sýnt að það var hugsanlega að myndast sú staða að einn frambjóðandi, Guðni Th., væri með stuðning rúmlega 30 prósent kjósenda. Í kjölfarið hafi hann farið að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn frambjóðanda.

Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög hefði ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera.