*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 11. ágúst 2021 11:55

Að kaupa fjórðungshlut í S4S

Viðræður um sölu á fjórðungshlut í S4S til nýs framtakssjóðs á milljarð króna eru sagðar langt á veg komnar.

Ritstjórn
Pétur Þór Halldórsson er framkvæmdastjóri S4S
Gígja Einars

Framtakssjóðurinn Horn VI á í viðræðum um kaup á fjórðungshlut í fata- og útivistarsamstæðunni S4S ehf. fyrir um einn milljarð króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Viðræðurnar eru sagðar langt á veg komnar en kaupin yrðu að hluta til í formi hlutafjáraaukningu. Deloitte er ráðgjafi S4S í söluferlinu.

Horn VI er nýr 15 milljarða króna framtakssjóður í stýringu hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, sem verður bráðlega komið formlega á fót. Flestir af helstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að leggja sjóðnum til hlutafé.

S4S ehf. rekur fjölda verslana í Reykjavík, þar á meðal verslanir Steinars Waage og Ellingsen. Fyrirtækið starfrækir einnig netverslanirnar skor.is og air.is. Einnig er talsverð heildsölustarfsemi innan samstæðunnar.

Sjá einnig: Hagnaður S4S tvöfaldaðist í fyrra

Eigendur félagsins eru sagðir stefna að skráningu á First North-markaðinn í Kauphöllinni. Talið er að skráningin gæti farið fram árið 2023, að því er kemur fram í frétt Markaðarins.

Stærstu hluthafar S4S eru Pétur Þór Halldórsson, forstjóri og stofnandi félagsins, og Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, sem hvor um sig eiga 40% hlut í félaginu í dag.

Stikkorð: Landsbréf S4S Horn VI