Á hverri mínútu er hlaðið inn 24 klukkustundum af efni á YouTube, Skype er stærsta símfyrirtæki heims með yfir 560 milljónir notenda, fólk eyðir að meðaltali um 55 mínútum á dag á Facebook og uppsafnaður spilatími í leiknum World of Warcraft er 5,93 milljónir ára.

Þetta kom fram í máli Ólafs Andra Ragnarssonar, einum stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Betware, á menntadegi iðnaðarins sem var haldinn fyrr í vikunni. Hann sagði að ef rétt verði staðið að málum hér á landi megi ná því markmiði árið 2021 að starfsmenn í íslenskum leikjaiðnaði verði um fimm þúsund og skapi um 70 milljarða króna útflutningsverðmæti. Í dag eru tólf tölvuleikjafyrirtæki hérlendis með um 600 starfsmenn.