Spá stjórnvalda í Kína er sú að hagvöxtur muni vera 7% árið 2015. Á síðasta ári óx hagvöxtur í Kína sem er næst stærsta hagkerfi í heimi um 7,4%. Það er minnsti vöxtur landsins í 24 ár.

Minni hreyfingar á fasteignamarkaði, hægari framleiðsla verksmiðja og slakur árangur fjárfestinga skila því að hagvöxtur hefur minnkað eins og raun ber vitni. ADB hefur gefið út að fjárfestingar Kína og þá sérstaklega á fasteignamarkaði muni áfram vera áhrifavaldur í minnkun hagvaxtar í Kína. Þetta segir í frétt BBC .

Á sama tíma og hagvöxtur Kína hægir á sér, er önnur hagvaxtastjarna á uppleið en búist er við að Indland muni hlaupa fram úr Kína árið 2015. Talið er að hagvöxtur Indlands árið 2015 muni nema 7,8% á móti 7,2% í Kína.