Enn hefur ekki verið ráðið í starf aðstoðarmanns seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar. Seðlabanki Íslands auglýsti starfið laust til umsóknar í byrjun mars.

Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, upplýsingafulltrúa Seðlabankans, er dálítið eftir af ferlinu og því muni væntanlega ekki ljúka alveg á næstunni. Alls sóttu 104 um stöðuna en 36 drógu umsóknina til baka eftir að tilkynnt var að nöfn umsækjenda yrðu gerð opinber. Því stóðu 68 umsækjendur eftir.