Aðeins einn sparisjóður hefur sótt um framlag frá ríkissjóði samkvæmt lögum sem samþykkt voru fyrir áramót.

Lögin veittu fjármálaráðherra heimild fyrir hönd ríkissjóðs að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans.

Gert var ráð fyrir að framlag ríkissjóðs dygði til að hækka CAD-hlutfall viðkomandi sjóðs upp fyrir 12%.

Það var Guðlaugur Þórðarson sem setti reglugerðina sem settur fjármálaráðherra vegna vanhæfis Árna Mathiesen. Það vekur eftirtekt að ekki skuli fleiri sparisjóðir hafa sótt um.