Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa samþykkt að bretta upp ermar gegn peningaþvætti og skattaundanskotum bæði einstaklinga og fyrirtækja. Þar á meðal stefna þeir á að loka fyrir glufur í skattalögum sem gera fyrirtækjum kleift að koma sér undan greiðslu skatts með því að koma þeim fyrir í dótturfyrirtækjum.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) rifjar upp skattamál Apple, Google, Starbucks og netverslunar Amazon sem komust í hámæli á dögunum.