Asísku raftækjafyrirtækin, Samsung og Sony, eru talin ætla svipta hulunni af nýjum vörum í næsta mánuði. Samsung er talið ætla að kynna tvær vörur. Önnur þeirra er Galaxy Gear er eins konar armbandsúr með eiginleika snjallsíma og hin er nýjasta útgáfa af Galaxy Note sem er blanda af snjallsíma og spjaldtölvu.

Talið er að Sony muni kynna nýjasta Xperia flaggskip snjallsímann á IFA raftækjasýningunni í Berlín, þann 4. september. Þetta er hluti af áætlun Kazuo Hirai, forstjóra Sony, til að kynda undir sölu á snjallsímum, sjónvörpum og leikjatölvum fyrirtækisins. Þessar 3 vörlínur tengjast síðan við skemmtiefni sem er aðgengilegt viðskiptavinum Sony. Fyrirtækið er með um 4% markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðinum, Samsung er hins vegar með um 33% markaðshlutdeild.

Orðrómar hafa verið á kreiki um að Apple muni kynna nýjustu gerðir af iPhone og iPad þann 10. september. Hugsanlegt er að tvær tegundir af iPhone muni lýta dagsins ljós. Önnur tegundin á að vera ódýrari og úr plasti. Sá er talinn eiga að heita iPhone 5C. Hin tegundin á að vera hefðbundin uppfærsla af iPhone 5 og kallaður iPhone 5S.