Íslandspóstur hefur nú einkarétt á póstþjónustu brefa allt að 50 grömmum að þyngd. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins á sá einkaréttur hins vegar að renna út á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir fulltrúum innanríkisráðuneytisins að ekki standi til að innleiða tilskipunina. „Ísland hefur tekið sams konar afstöðu og Norðmenn að innleiða ekki tilskipun sem afnemur einkaleyfi varðandi póstdreifingu," segir í svari ráðuneytisins. „Málið hefur ekki verið rætt formlega við ESB af hálfu þessara þjóða.“

„Þetta er verkefni, það hefur áhrif og til þess er leikurinn gerður. Við erum svo sem búin að vera að undirbúa það nokkuð lengi,“ er haft eftir Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts. Einkarétturinn nemur samkvæmt Ingimundi um 35 prósentum af heildartekjum fyrirtækisins.