Spotify hefur safnað 526 milljónum dala, um 68 milljörðum króna, til að bregðast við fyrirætlun Apple að stofna streymiþjónustu svipaðri Spotify. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Sérfræðingar eru sammála um að fyrirætlun Apple að koma með Apple Music á markað geti haft mikil áhrif á Spotify, sem hefur nánast verið eitt á markaðnum hingað til.

Spotify er metið á 8,5 milljarða dala eftir hlutafjárhækkunina og er hún líkleg til að tefja hlutafjárútboð og skráningu Spotify á markað.

Hluthafar félagsins eru 23. Þeirra á meðal eru fjármálafyrirtækið Fidelity sem er með höfuðstöðvar í Boston, Coca-Cola og Goldman Sachs Group.