„Ég er í vinnunni og verð þangað til búið verður að ráða nýjan aðila,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Lands­ sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Staðan nýs framkvæmdastjóra var auglýst í dagblöðum á dögunum og rann umsóknarfrestur út í dag, þ.e. mánudaginn 3. júní.

Greint var frá því seinni hluta apríl síðast­ liðins að Friðrik J. Arngrímsson ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri LÍÚ eftir þrettán og hálft ár í brúnni. Í auglýsingunni kemur fram að eftirmaður Friðriks verði að vera öflugur til krefjandi stjórnunar­ og leiðtogastarfa þar sem reyni á samskipta­ hæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. Hann þarf að vera háskólamenntaður, með reynslu af stjórnunarstörfum og þekking á sjávarútvegi er æskileg.