„Það eru mörg ár síðan við tókum Kerið út úr kynningarefni okkar,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri hjá Iceland Exursion - Allrahanda. Hann segir það bæði gamlar fréttir og nýjar að Kerfélagið, eigendur Kersins, vilji rukka inn á náttúruperluna. Fram kemur vef Kersins að skipuleggjendur hópferða séu hvattir til að hafa samband og ganga frá greiðslu, 350 krónur, fyrirfram til að forðast biðraðir við Kerið. Annars verður starfsmaður á svæðinu sem rukkar inn á svæðið. Þórir segir það litlu breyta, ekki standi til að stoppa við Kerið þótt byrjað sé að rukka inn.

Þórir segir gjaldtökuna undarlega, ekki síst í ljósi þess að ríkið kostaði gerð bílastæðis og göngustíga. Erfitt sé að sjá fyrir hvað eigendur Kersins séu því að rukka fyrir.