Ráðstefna með yfirheitinu „Why We Buy: The Science of Shopping“ verður haldin í Háskólabíói fimmtudaginn 25. september nk.

Þar munu smásölu- og vörumerkjasérfræðingarnir Paco Underhill og Martin Lindstrom halda fyrirlestur um kauphegðun, vörumerkjavitund, veltuaukningu verslana og framtíð smásölu. Báðir hafa þeir kynnt sér í þaula hvernig verslanir og skynfæri vinna saman og hvernig framtíð vörumerkja og smásölu er háttað og hyggjast miðla þeirri þekkingu sinni til ráðstefnugesta.

Það eru Ysland, Samtök verslunar og þjónustu auk Kringlunnar sem standa að ráðstefnunni og hefst miðasala í dag á midi.is.