Borið hefur á afbókunum vegna fréttaflutnings í þá veru að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli. Í frétt á vef Vísis er haft eftir Sigurði Guðmundssyni, eiganda South East Iceland á Hornafirði, að frétt Stöðvar tvö um að eldsumbrot væru hafin í Öræfajökli hafi haft áhrif á viðskiptin. Strax á föstudagskvöldið hafi hann fengið símtal þar sem sex manna hópur vilda afbóka vegna tíðindanna.

Í fréttinni segist hann hafa reynt að tala um fyrir fólkinu þar sem eldsumbrot væru í raun ekki hafin. Hann segist þó ekki hafa heyrt af fleiri afbókunum.