Afkoma fasteignafélagsins Fast-1 rúmlega tvöfaldaðist milli ára. Heildarafkoma síðasta árs eftir skatta nam 1.073 milljónum króna á síðasta ári, en hún nam 494 milljónum ári áður.

Rekstrarhagnaður síðsta árs nam 2.030 milljónum króna á árinu, en hann var 1.168 milljónum ári áður. Milli ára skiptir miklu að matsbreyting fjárfestingareigna eykst mikið milli ára, en hún nam 908 milljónum króna á árinu, en 160 milljónum ári áður.

VÍB, Contra fasteignaráðgjöf, Gildi - lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Festa lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Tryggingamiðstöðin og Íslandsbanki stóðu upphaflega að baki fasteignafélaginu þegar það var stofnað árið 2012.

Eignir félagsin voru 22,18 milljarðar króna í lok árs en skuldir voru samtals 13,79 milljarðar króna.