Súkkulaðiframleiðandinn Hershey tilkynnti í dag um betri afkomu þessa ársfjórðungs en gert var ráð fyrir.

Sala á Hershey´s vörum jókst einnig um 5,1 af hundraði.

Hagnaður annars ársfjórðungs nam 41,5 milljónum Bandaríkjadala. Jafngildir það 18 sentum á hvern hlut. Það er mun meira en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður nam 3.6 milljónum Bandaríkjadala eða eitt sent á hlut.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Hersey hefur þurft að klást við hækkandi hráefnaverð líkt og flestir matvælaframleiðendur. Fyrirtækið hefur einnig  misst markaðshlutdeild til stærsta keppinauts síns Mars.

Hersey tilkynnti í júní að fyrirtækið myndi auka auglýsingar um tuttugu af hundraði næstu tvö árin. Einnig mun það einbeita sér af sínum þekktustu vörumerkjum.