Hagnaður Norsk Hydro á fjórða ársfjórðungi 2007 nam 468 milljónum norskra króna fyrir skatta, sem er mun minni hagnaður en norskir greiningaraðilar höfðu búist við að sögn Morgunkorns Glitnis.

EBIT framlegð nam 338 milljónum norskra króna, en leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði var undirliggjandi EBIT 1.731 milljónir. Ástæður slakrar framlegðar má rekja til lækkunar álverðs, krefjandi aðstæðna fyrir unnar álafurðir og óhagstæðra gjaldeyrishreyfinga. Fyrirtækið býst við hverfandi vexti á helstu mörkuðum sínum á þessu ári, en von er á að kínverski markaðurinn vaxi um 24% á árinu.

Hydro sameinaði olíu- og gasstarfsemi sína norska olíurisanum Statoil í október í fyrra með myndun StatoilHydro og eftir það er Hydro eingöngu álfyrirtæki.