„Frá því að Hafrannsóknastofnunin lagði til að 20% aflareglu yrði fylgt hafa komið fram sterkar vísbendingar um að ástand þorskstofnsins sé mun betra en reiknað var með.  Með nokkurri einföldun má segja að við séum nú nálægt því að vera á þeim stað sem stofnunin taldi í fyrra líklegt að við yrðum á árið 2013.”

Þetta skrifar Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í grein sem birtist í nýjustu Fiskifréttum. Ennfremur segir:

,, Mikilvægt er að fylgja varúðarnálgun við nýtingu þorskstofnsins. Í því sambandi er hins vegar engin ein aðferð heilög. Eitt af því sem líta ber til er mat á þeim árgöngum sem ekki eru komnir í veiðistofninn og sem betur fer lítur út fyrir að þorskárgangarnir frá 2008 og 2009 séu þokkalegir. Það er þó staða stofnsins sem skiptir höfuðmáli. Í því sambandi er ljóst að þó að við ætlum að byggja stofninn frekar upp verður engin áhætta tekin með meiri þorskveiði á næsta ári en 20% aflaregla gefur.”

Greinina í heild má lesa á vef LÍÚ, HÉR