Aflaverðmæti nam 19,6 mö.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 19,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti dróst því saman um 76 m.kr. miðað við verðlag hvers árs. Verðmæti botnfiskaflans var 13,7 ma.kr. og jókst um 2,7% en verðmætastur botnfiska var þorskur eða sem nam 9,4 mö.kr. Verðmæti uppsjávarafla nam 4,2 mö.kr. og dróst saman um 7%. Minna verðmæti uppsjávarafla skýrist fyrst og fremst af minni loðnuafla, en verðmæti hans nam 3,6 mö.kr. og dróst saman um 14,5%.

Verðmæti flatfisks nam 1,2 mö.kr. og skel- og krabbadýraafli nam 400 m.kr. Þorskur og loðna voru verðmætustu sjávarafurðirnar á fyrstu þremur mánuðum ársins en þessar tegundir námu tæpum 67% af heildaraflaverðmætum tímabilsins