Landeigendafélagið Geysir ehf., meirihlutaeigandi landsins við Geysi í Haukadal, hefur í bígerð að rukka gjald af ferðamönnum sem sækja svæðið. Gangi áform þeirra eftir mun gjaldtakan hefjast á fyrri hluta næsta árs.

Í Morgunblaðinu segir eigendur félagsins telja að öðruvísi verði ekki farið í nauðsynlegar og kostnaðarsaman úrbætur á svæðinu. Ekki er búið að ákveða hversu hátt gjaldið verður. Garðar Eiríksson, ritari Geysis ehf., segist telja hálfan milljarð króna þurfi vegna framkvæmda á svæðinu.