Seðlabankar Bretlands og Bandaríkjanna munu báðir halda áfram slaka í peningastjórnun í viðkomandi ríkjum. En ef marka má fundargerð peningastefnunefndar Englandsbanka annars vegar og vitnisburðar Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd hins vegar munu bankarnir fara mismunandi leiðir að þessu markmiði.

Bernanke sagði að stefnan væri ennþá sú að síðar á árinu verði dregið úr skuldabréfakaupum bankans á markaði, en þessi stefna hefur fengið nafnið quantitative easing á ensku, en eins og segir í frétt Financial Times reyndi hann þó að fullvissa þingmenn og aðra áheyrendur að bankinn ætlaði ekki að minnka slakann í peningastefnunni og að ákvarðanir bankans síðar á árinu muni taka mið af atvinnuleysi.

Peningastefnunefnd Englandsbanka sló nokkuð annan tón í fundargerðinni. Ekki á að draga úr slaka peningastefnunnar, en leggja á meiri áherslu á önnur úrræði en eignakaup á markaði. Meðal þess sem gera á er að „leiðbeina mörkuðunum“, væntanlega í gegnum stýrivaxtatækið. Ákveðið var að halda vöxtum óbreyttum í 0,5%.