Fjármagnið sem bandaríski seðlabankinn ætlar að dæla inn í efnahaginn gæti myndað eignabólu líkt og þá sem myndaðist á árunum fyrir 2007 og leiddi til lausafjárkrísunnar. Þetta segir yfirmaður seðlabankans í Dallas, Richard Fisher.

Í vikunni sagði Fisher að bóla væri þegar byrjuð að myndast á eignamarkaði. Fjárfestar séu þegar byrjaðir að kaupa eignir á háu verði í viðskiptum sem eru fjármögnum af stórum hluta með lánsfé, líkt ot var á árunum fyrir 2007.

Fisher mælti gegn því að seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf fyrir 600 milljarða dala í þeim tilgangi að snúa hjólum efnahagslífsins hraðar. Reuters hefur eftir Fisher að fjármagnið gæti komið af stað spákaupmennsku í yfirtökum og  í kaupum á hlutabréfa-, skuldabréfa- og hrávörumarkaði.