Niðurstaða Hæstaréttar varðandi gengistryggð lán tefur væntanlega vinnu við þriðju endurskoðun AGS gagnvart Íslandi. Að minnsta kosti mun AGS gefa sér meiri tíma til þess að fara yfir þá þæti sem dómurinn gæti haft áhrif og því má ætla að endurskoðuninni verði ekki lokið fyrr en seinna í sumar eða haust. Þetta kom fram í máli Mark Flanagans, yfirmanns endinefndar AGS, á kynningarfundi með fjölmiðlamönnum á Kjarvalsstöðum.

Flanagan sagði vinnu AGS við að meta árangur efnhagsáætlunarinnar einkum tengjast tveimur meginþáttum, annars vegar hvernig gengi að leysa úr skuldavanda heimila og fyrirtækja og hins vegar mat á fjárlögum ríkisins fyrir næsta ár og AGS urfi meiri tíma til þess að geta afgreitt endurskoðunina en ætla megi að það verði í haust. Flanagan sagði ljóst að Ísland væri um það bil að ná botni kreppunnar, þótt heimilin væru ekki farin að merkja það, og að menn ættu að fara að sjá batamerki í lok þessa árs.