Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir bandarískt efnahagslíf viðkvæmt fyrir skuldakreppunni á evrusvæðinu, samdrætti í evruríkjunum og áhrifum á önnur lönd og hefur fært horfur um hagvöxt vestra úr 2,1% á þessu ári í 2% og úr 2,4% á næsta ári í 2,25%.

Bloomberg-fréttaveitan bendir á að 1,9% hagvöxtur hafi mælst í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Þetta var í samræmi við væntingar. Á síðasta fjórðungi 2011 var hagvöxturinn hins vegar öllu meiri eða 3%.