*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Erlent 23. maí 2017 15:38

AGS gerir kröfur til evruríkjanna

Körfur um skuldaafléttingu koma í veg fyrir björgunaraðgerðir.

Ritstjórn

Ekkert samkomulag náðist milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðherra evruríkjanna um skuldaafléttingu gagnvart Grikklandi eftir 8 tíma fundarhöld í Brussel í nótt. AGS gerir þær kröfur að evruríkin skuldbindi sig að veita Grikkjum frekari skuldaafléttingu. 

Deilan á milli AGS og evruríkjanna er síðasta hindrunin sem stendur í vegi fyrir björgunaraðgerðum AGS í Grikklandi. Björgunaraðgerðin er Grikkjum nauðsynleg þar sem að skuldir upp á 7 milljarða evra munu falla í gjalddaga í júlí næstkomandi. 

Miklar vonir voru bundnar við samningaviðræðurnar eftir að gríska þingið samþykkti síðastliðinn fimmtudag frekari niðurskurðaraðgerðir í ríkisrekstrinum. 

Poul Thomsen framkvæmdastjóri AGS í Evrópu sagði eftir fundinn að aðgerðir grískra stjórnvalda hefðu verið nákvæmlega það sem sjóðurinn var að leita eftir en til þess að björgunaraðgerðirnar myndu eiga sér stað þyrftu skuldbindingar frá lánadrottnum Grikkja að fylgja í kjölfarið.