Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, segir ekki útilokað að bann við olíuútflutningi frá Íran til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins valdi því að verðmiði á hráolíu fari upp í þær hæðir sem fáir vilji sjá; hækki hugsanlega um 20 til 30 prósent.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá AGS í kjölfar banns við olíukaupum frá Íran.

Íran er fimmta umsvifamesta olíuframleiðsluríki heims.

Í umfjöllun fréttastofu Reuters um málið segir að olíusölubannið jafngildi því þegar uppreisnin í Líbíu þrýsti olíuverðinu yfir 100 dali á tunnu.