*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 10. apríl 2019 07:40

AGS lækkar hagvaxtarpá sína

Spá bankans gerir nú ráð fyrir minnsta vexti frá fjármálakreppunni fyrir áratug síðan.

Ritstjórn
Gita Gopinath er aðalhagfræðingur AGS.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið. Spá bankans gerir nú ráð fyrir minnsta vexti frá fjármálakreppunni fyrir áratug síðan. Ástæðuna má rekja til dekkra útlits í stærstu hagkerfa heimsins og mögulegra tollastríða.

Spá sjóðsins nú gerir ráð fyrir 3,3 prósent vexti en í janúar hljómaði spá sjóðsins upp á 3,5 prósent vöxt. Um er að ræða minnsta vöxtinn frá árinu 2009 en þá var um samdrátt að ræða. Þetta er í þriðja sinn sem AGS lækkar hagspá sína síðastliðið hálft ár.

„Þetta er brothætt staða,“ sagði Gita Gopinath, sem nýlega var ráðin aðalhagfræðingur AGS, á blaðamannafundi í Washington. Hún bætti því við að líkurnar á auknum vexti á næsta ári séu hæpnar.

Spá sjóðsins gerir ráð fyrir 2,3 prósent hagvexti í Bandaríkjunum, sem er lækkun um 0,2 prósentustig frá síðustu spá, og 1,9 prósent hagvexti vestan hafs á næsta ári. Spáin fyrir evrusvæðið gerir ráð fyrir 1,3 prósent vexti en áður var gert ráð fyrri 1,6 prósent vexti.

Sjóðurinn vakti einnig máls á þeim hættum sem uppi eru. Meðal þess sem nefnt var til sögunnar var ef samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína til að binda enda á tollastríð þeirra ganga ekki og ef Bretland gengur út úr Evrópusambandinu án samnings.

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is