Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur varað George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, við að stöðug hækkun á húsnæðisverði og lág framleiðni séu að standi í vegi fyrir endurreisn í bresku hagkerfi. Sjóðurinn segir rísandi húsnæðisverð gera fólk viðkvæmara gagnvart launum og vaxtasveiflum.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mælti einnig með að Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, bregðist snemma við hækkandi húsnæðisverði og grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir húsnæðisbólu.

Í apríl spáði AGS því að hagvöxtur í Bretlandi myndi nema 2,9% á þessu ári. Sjóðurinn sagði efnahagsbatann sterkan eftir kreppu og að efnahagsvöxtur á þessu ári hafi verið frekar jafn og myndi vera sterkur á þessu ári. Þetta er jákvæð breyting miðað við síðasta ár.

Christina Lagarde, forstjóri AGS, mælir þó með að setja einhvers konar takmörk á fjölda lágra lána sem bankar eða húsalánasjóðir geta boðið upp á til að minnka áhættu á háum skuldum. Einnig mælti AGS með því að fara almennt varlega á húsnæðismarkaðnum og varast áhættur í augnablikinu.