Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur gefið græna ljósið á að veita Grikkjum 2,2 milljarða evra, um 350 milljarða króna, lán. Lánið er hluti af sameiginlegum björgunaraðgerður AGS og Evrópusambandsins.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, segir stjórnvöld í Grikklandi hafa beitt sér fyrir því að draga mjög úr ríkisútgjöldum og lækka skuldir hins opinbera. Það sé í samræmi við kröfur AGS og ESB fyrir lánveitingunni.

Lagarde neitaði því ekki að niðurskurðurinn verði Grikkjum erfiður, ekki síst fyrir þær sakir að ytri aðstæður séu landinu ekki hagstæðar um þessar i mundir.