Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG (e.American International Group) stefnir að því að skipta út einum eða fleirum bönkum á Wall Street í hlutabréfasafni sínu fyrir næstu sölu bandrískra ríkisbréfa sem verður síðar á þessu ári.

Wall Street
Wall Street
© Getty Images (Getty)
AIG hefur enn ekki ákveðið hvaða bankar verða teknir úr safninu samkvæmt framkvæmdarstjóranum Robert Benmosche. Einhverjir bankastjórar hafa haft samband við AIG til að tryggja stöðu sína. Þetta kemur fram í frétt Reuters.