Stefnt er að því að fjölga flugferðum þýska flugfélagsins Airberlin frá Íslandi og fljúga lengur en áður. Jan Anderstedt, svæðisstjóri Airberlin á Norðurlöndunum, segir í samtali við netmiðilinn Túrista að næsta sumar verði boðið upp á allt að fjögur flug í viku til frá Keflavík til Þýskalands en lengur, þar er frá júní og fram í miðjan september.

Airberlin hefur boðið upp á næturflug frá Keflavík til Munchen og Dusseldorf síðan árið 2006. Þessar ferðir hafa mælst vel fyrir hjá íslenskum flugfarþegum, að sögn Anderstedt, sem bætir við að farþegar séu oft kvaddir með hjartalaga súkkulaðimola.