Samningar eru við það að nást milli flugvélaframleiðandans Airbus og indverska flugfélagsins IndiGo um flugvélakaup. Wall Street Journal greinir frá þessu.

IndiGo hefur lagt inn pöntun fyrir 250 flugvélum af gerðinni A320neo frá Airbus og mun þurfa að reiða fram 25,7 milljarða bandaríkjadollara fyrir vélunum, en það jafngildir um 3.100 milljörðum íslenskra króna.

IndiGo er stærsta flugfélag Indlands og eru daglega flogin um 540 flug á vegum félagsins. Félagið kveðst hafa flutt yfir 80 milljónir farþega í heildina.