*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Erlent 23. janúar 2021 17:02

Airbus hægir á framleiðslu A320

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hægja á framleiðslu farþegaþotanna vegna framvindu COVID-19 faraldursins.

Ritstjórn

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hægja á framleiðslu á A320 farþegaþotum þar sem mikill samdráttur í ferðalögum vegna kórónuveirufaraldursins heldur áfram að gera viðskiptavinum félagsins, flugfélögum, lífið leitt. Reuters greinir frá.

Stefnir Airbus nú á að framleiða 43 þotur á þriðja ársfjórðungi 2021 og 45 þotur á lokaársfjórðungi ársins. Áður hafði félagið ætlað sér að framleiða 47 þotur á hvoru tímabili fyrir sig. Flugvélaframleiðandinn hyggst grípa til fyrrgreindra ráðstafana til að bregðast við markaðsaðstæðum.

Framleiðsluáætlun Airbus fyrir breiðþotur helst enn sem komið er óbreytt.

Stikkorð: Airbus