Flugvélaframleiðandinn Airbus býður flugfélögum í Norður-Evrópu til ráðstefnu á Íslandi í þessari viku. Í tilkynningu um ráðstefnuna segir að hún sé vettvangur fyrir flugfélögin til að koma sama og skiptast á skoðunum um markaðsþróun, málefni flugiðnaðarins og ögranir sem við er að glíma á þessu svæði. Ráðstefnan nefnist CARE, sem er stytting á „Customer Airbus Regional Exchange“. Hún er verður haldin á Hilton Nordica í Reykjavík og er opin stjórnendum og starfsfólki flugfélaga.

Ísland varð fyrir valinu því landið er vel staðsett og með góð tengsl við allar norrænu höfuðborgirnar, segir í tilkynningunni. Þá njóti landið vaxandi vinsælda sem ferðamannastaður. Því til viðbótar vill Airbus styrkja tengsl sín við svæðið og kynna þann virðisauka sem fylgir flugvélum Airbus og starfsfólki þess.

Í tilkynningu segir Kimon Sotiropoulos, aðstoðarforstjóri Söludeildar Airbus að þjónusta við viðskiptavini og góð tengsl skipti sköpum hvað varði þróun og nýsköpun. „Ráðstefna á borð við CARE, þar sem lykilstarfsmenn flugfélaga hittast og skiptast á hugmyndum um málefni flugiðnaðarins er mikilvægur liður í að skilja þarfir viðskiptavina. Með henni gefst Airbus kostur á að halda áfram að bjóða upp á bestu lausnirnar. Með henni verður einnig til vettvangur þar sem hægt er að kveikja nýjar hugmyndir innan iðnaðarins og þróa þær áfram.“        

Lykilstarfsmenn frá 10 flugfélögum og sjö löndum í Norður-Evrópu munu taka þátt á CARE ráðstefnunni.