Akureyringar taka 832,6 milljónir króna út af séreignasparnaði sínum á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Vikudags á Akureyri og segir þar að í janúar á þessu ári hafi verið greiddar út rúmar 90 milljónir króna. Akureyrarbær fær útsvarstekjur af þessum fjármunum og nema þær tekjur 106 milljónum króna á árinu.

Á síðasta ári tóku Akureyringar út sem nemur 1,2 milljörðum króna. Sé litið til samtölu úttekta á árunum 2009-2013 nemur heildarfjárhæðin 4,2 milljörðum króna.

Bendir Vikudagur í því samhengi á að samkvæmt fjárlagafrumvarpi nema fjárframlög ríkisins til fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 4,6 milljörðum króna.

Vert er að minna á að úttekt á séreignasparnaði var heimiluð árið 2009 sem tímabundin fjárhagslausn eftir efnahagshrunið. Fjárhæðin sem einstaklingar taka út úr séreignasparnaði dreifist með jöfnuð mánaðarlegum greiðslum á 15 mánaða tímabil.