Alcoa og Boeing hafa gert með sér samninga sem metnir eru á 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 235 milljarða króna.

Boeing mun kaupa skrúfur og aðrar festingar sem notaðar verða m.a. í smíði í á nýjum 737 og 777 vélum Boeing verksmiðjunnar. Alcoa hefur framleitt þessa hluti fyrir Boeing og samningurinn tryggir áframhaldandi viðskipti.

Einnig mun Boeing kaupa sætisbrautir, sem farþegasæti eru fest í, frá Alcoa.

Alcoa hefur verið skipt upp í tvö fyrirtæki. Annað rekur álbræðslur og námur, en hitt framleiðir og þróar hátæknivörur, m.a. fyrir bíla og flugvélar.

Roy Harvey verður yfirmaður fyrrnefnda félagsins.