Álframleiðandinn Alcoa hefur gert samning við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um framleiðslu á álplötum og öðrum vörum til flugvélagerðar. Samningurinn er metinn á yfir einn milljarð Bandaríkjadollara og er hann stærsti samningur sem gerður hefur verið í sögu beggja fyrirtækjanna.

Athygli vekur að samningurinn felur í sér að aðeins Alcoa mun sjá Boeing fyrir álplötum til nota á vængjum flugvéla fyrirtækisins. Á síðasta ári námu tekjur Alcoa af sölu til flugframleiðenda fjórum milljörðum Bandaríkjadollara og er allt útlit fyrir að samningurinn við Boeing muni skipta sköpum á þeirri hlið fyrirtækisins en til viðbótar keypti það