Alcoa hefur samþykkt að greiða 384 milljóna dala, eða 45 milljarða króna, sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hafi mútað yfirvöldum í Barein.

Bandarískir eftirlitsaðilar sökuðu Alcoa um að hafa reynt að greiða 110 milljónir í ólöglegar greiðslur til stjórnvalda í Barein. Með þessu hafi Alcoa viljað hafa áhrif á samningaviðræður milli fyrirtækisins og opinbers álvers í landinu.

Múturnar voru gerðar í gegnum ráðgjafafyritæki í Lundúnum sem hefur tengsl við konungsfjölskylduna í Barein.

Fortune greindi frá.