Aldrei hafa fleiri verið starfandi á íslenskum vinnumarkaði og sér í lagi sækja námsmenn inn á vinnumarkað sem aldrei fyrr, segir greiningardeild Glitnis.

Atvinnuþátttaka á öðrum ársfjórðungi nam 85,1% af áætluðum mannafla á vinnualdri en Sviss er eina land OECD ríkjanna sem toppar okkur.

?Alls voru 178.700 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi og af þeim voru 171.000 starfandi en 7.200 atvinnulausir. Atvinnuleysi samkvæmt könnuninni mældist því 4% á tímabilinu, en hafði verið 3% árið áður," segir greiningardeildin.

Sveigjanleiki er eitt einkennum íslensks vinnumarkaðar en hann getur hegðað sér eftir því hvernig efnahagslífið er hverju sinni.

?Algengara er að námsmenn vinni að meira eða minna leyti samfara námi hér en annars staðar og virðist atvinnuþátttaka sveiflast í takt við hagþróun. Svipaða sögu má segja af atvinnuþátttöku kvenna, en minni sveiflur eru hjá körlum þegar námsárum sleppir," segir greiningardeildin.

Þá sveiflast einnig innflutt vinnuafl eftir því hvernig ára á vinnumarkaði. ?Því gefa sveiflur í atvinnuleysishlutfalli samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu ekki fyllilega rétta mynd af ástandi íslensks vinnumarkaðar, en þar hefur undanfarið ríkt þensluástand með tilheyrandi þrýstingi á laun og verðbólgu," segir greiningardeildin.