*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 24. janúar 2019 09:55

Aldrei lánað meira til húsnæðis

Óverðtryggð fjármögnun algengari en verðtryggð á síðasta ári sem er algjör viðsnúningur miðað við 2017.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptabankarnir þrír hafa aldrei lánað meira til kaupa eða endurfjármögnunar í húsnæði en á síðasta ári, að því kemur fram í tölum Seðalbanka Íslands og Morgunblaðið segir frá. Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu desember í hafa fastir vextir freistað margra lántakenda.

Samtals námu útlánin að frádregnum afborgunum og uppgreiðslum tæpum 135 milljörðum króna emn í samanburði voru útlánin árið ríflega 117 milljarðar sem samsvarar um 15% aukningu milli ára. 

Það vekur athygli að hlutfall óverðgtryggðalána hefur aukist verulega milli ára. Óverðtryggð fjármögnun nam 83 milljörðum króna á meðan verðtryggð var tæplega 52 milljarðar króna. Þetta er algjör viðsnúningur frá fyrra ári en 2017 voru verðtryggð lán 93 milljarðar króna en óverðtryggð 24 milljarðar. 

Útlán bankanna með veð í húsnæði hafa ríflega þrefaldast frá árinu 2014 þegar þau námu 44 milljörðum króna.