Atvinnuleysi jókst um 0,1% á evrusvæðinu í febrúar og fór það í 10,8%. Atvinnuleysið hefur aldrei verið meira, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

AP-fréttastofan bendir á að þetta jafngildi því að 1,5 milljónir manna innan evruríkjanna hafi bæst við á atvinnuleysisskrá og þýði að 17,1 milljón manna mæli göturnar. Atvinnuleysi hefur aukist jafnt og þétt á evrusvæðinu síðastliðna átta mánuði og segir fréttastofan tölurnar vísbendingu um að kreppa vofi yfir evrusvæðinu á nýjan leik.

Til samanburðar mældist 7,3% atvinnuleysi hér á sama tíma.

Atvinnuleysi er mismikið eftir löndum. Mest er það á Spáni eða 23,6%. Þar er nær helmingur fólks undir 25 ára aldri án atvinnu.

Það er öllu lægra á Ítalíu, 9,3%. Þar var rétt rúm 30% ungs fólks án atvinnu í febrúar.

Minnsta atvinnuleysið í mánuðinum mældst í Austurríki. Þar var það 4,2%. Til samanburðar var það 4,9% í Hollandig og 5,7% í Þýskalandi.