Aldrei hefur verið meiri aðsókn í útreiðartúra á haustmánunuðum en nú, segir Þórarinn „Póri“ Jónasson eigandi hestaleigunnar Laxness í samtali við Morgunblaðið í dag. „Við erum búin að vera með töluvert af stórum hópum, 40-50 manna, sem panta mánuði fram í tímann“ segir hann við blaðið. Margir þeirra koma frá Bretlandi og Skandínavíu.

Viðskiptablaðið greindi frá því í sumar að hestamennska skilar milljörðum í gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga á ári hverju. Þar er annarsvegar um að ræða bæði tekjur af ferðamönnum sem koma hingað til lands til að ríða út og eiga viðskipti við hestaleigur. Hins vegar er sala og útflutningur á hestum til útlanda.

Þrjár stærstu hestaleigurnar á Íslandi eru Íshestar í Hafnarfirði, Eldhestar í Hveragerði og Laxnes í Mosfellsdal. Að auki eru munni hestaleigur sem skipta tugum ef ekki hundruðum.