*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 27. október 2015 13:03

Alibaba eykur sölu um 32%

Kínverski vefrisinn kemur á óvart með mikilli söluaukningu innan um dalandi hagvöxt í heimalandinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kínverski vefsölurisinn Alibaba seldi varning fyrir 3,5 milljarða bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. 

Þetta er 32% aukning á sölu, og fór langt yfir væntingar greiningaraðila. Gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um einhver 12% á forsölu á markaðnum, og gengið virðist ætla að ná hæstu hæðum síðan það var skráð á markað fyrir ári síðan.

Forstjóri fyrirtækisins, Jack Ma, hefur verið iðinn við samninga og fyrirtækjakaup. Áætlað er að Alibaba hafi tekið þátt í viðskiptum upp á heila fimmtán milljarða dala - 1.875 milljarða króna aðeins á þessu síðasta ári.

Niðurstöðurnar komu á óvart vegna þess að kínverski efnahagurinn fer dalandi. Ekki hefur hægst svo á hagvexti í Kína í heil 25 ár, og því kom þessi söluaukning Alibaba mjög á óvart.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is