Álit FME frá árinu 2002, um að leyfilegt sé að eiga viðskipti með stofné sparisjóða á yfirverði, var að áliti Guðjóns Guðmundssonar áhrifamikið í þeirri atburðarrás sem leiddi að lokum til falls margra sparisjóða.

"Ég tel að það þurfi að líta nokkuð langt aftur til þess að skýra það hvað aflaga fór. Álit Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2002, þess efnis að leyfilegt væri að eiga viðskipti með stofnfé á yfirverði, þ.e. yfir uppfærðu nafnvirði stofnfjár, var að mínu áliti mjög áhrifamikið í þeirri atburðarás sem síðan átti sér stað," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.